Eyvindarmúli Fljótshlíð,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


EYVINDARMÚLI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eyvindarmúli er fyrrum kirkjustaður í Fljótshlíð.  Nafnið er komið frá Eyvindi Baugssyni, sem Landnáma segir hafa búið þar fyrstur.  Kirkjan þar var helguð Jóhannesi postula á katólskum tímum.  Bærinn var í Fljótshlíðarþingum, sem voru lögð niður 1880 og þá var sóknin færð til Breiðabólstaðar.  Sextán árum síðar var kirkjan lögð niður og sóknin sameinuð Teigssókn og sóknarkirkjan að Hlíðarenda.  Á sturlungaöld var Eyvindarmúli eitt höfuðsetra Oddaverja og á fyrri hluta 16. aldar bjó þar Hólmfríður Erlendsdóttir ríka.  Einkakapella hennar var kölluð Kapelluhús í Árkvörn og þangað liggur Hólmfríðargata.  Afkomendur hennar búa enn á staðnum.  Ofan bæjar eru fallegar stuðlabergsmyndanir.
Mynd af heimasíðu Eyvindarmúla.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM