Fell Ströndum,

Gönguleiðir á Íslandi


FELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fell er býli fyrir miðri byggð í botni Kollafjarðar á Ströndum, stórbýli að fornu og nýju. Land jarðarinnar er bæði stórt og gróðursælt, enda var Fell á öldum áður bústaður andlegra og veraldlegra höfðingja, auk landnámsmanns byggðarinnar. Í Landnámu segir: „Kolli hét maður er nam Kollafjörð og Skriðinsenni og bjó undir Felli meðan hann lifði.“

Nokkur sérkenni eru í landinu. Fagurmyndað fjall sem nefnist Klakkur gnæfir yfir byggðina og sést langt að. Einnig Svartfoss í ofanverðum Húsadal en hann er alþekkt fiskimið á innanverðum Húnaflóa.

Á síðari hluta átjándu aldar varð Fell sýslumannssetur, þegar Halldór Jakobsson (1735-1810) flutti þangað. Hann var merkur söguritari en jafnframt ansi brokkgengur í embætti og sagður drykkfelldur og rustafenginn (Eyvindarfjörður). Hann hlaut bágt fyrir að gæta ekki Fjalla-Eyvindar betur en svo, að hann strauk úr fangavistinni á Felli. Munnmælin herma að Eyvindur hafi búið í hellisskúta bak við Svartfoss af og til og verið í náðinni hjá Ástríði konu sýslumannsins. Hafi hann unnið fyrir hana ýmsa muni, enda talinn mjög lagvirkur.

Byggingar standa skammt frá mótum Fellsgils og Fellsár. Kirkja stóð á Felli fyrr á tímum og kirkjugarðurinn þar er merkur. Kirkjan á Felli var helguð Ólafi helga Noregskonungi í kaþólskum sið, en jörðin var kirkjustaður allt til ársins 1906 þegar sóknir Fells- og Tröllatungusafnaða voru sameinaðar og kirkja reist á Kollafjarðarnesi.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM