Ferstikla Hvalfjarðarströnd,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


FERSTIKLA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ferstikla á Hvalfjarðarströnd var í upphafi bústaður landnámsmannsins Kolgríms hins gamla frá Þrándheimi.  Tengdafaðir hans, Hróðgeir spaki, bjó að Saurbæ, þar til hann seldi og flutti brott.  Skroppa hin fjölkunnuga, fóstra Þorsteins öxnabrodds, á Saurbæ er nafngjafi Skroppugils við Ferstiklu.  Hún brá sér í gyltulíki, þegar Hólmverjar komu í heimsókn en Hörður sá við henni og drap hana með steini.  Hallgrímur Pétursson dvaldi að Ferstiklu hjá Eyjólfi syni sínum síðustu æviárin.

Vestan veitingaskálans er Borgarfjarðarbraut (# 50) yfir í Svínadal um Dragháls til Skorradals að Haugum í Stafholtstungum.  Uppi á hásinu, þar sem sést niður í Svínadslinn, er dys með krossmarki þétt við veginn vestanverðan.  Hún er kölluð Erfingi.  Þar var dysjaður smalamaður úr Svínadal.  Hann hafði óskað eftir legstað að Draghálsi en var engu að síður fluttur áleiðis að kirkju í Saurbæ.  Þegar komið var upp á hálsinn, þar sem dysin er, varð líkið svo þungt, að því var ekki hnikað lengra.

Litlu vestar á Hvalfjarðarströndinni liggur vegur að Hótel Glymi í mynni Mjóadals og Vatnaskógi, þar sem KFUM rekur sumarbúðir drengja.  Fyrrum voru tvö býli í Vatnaskógi, Oddakot og Fúsakot.  Friðrik Friðriksson (1866-1961) stofnaði KFUM í Reykjavík 1899.  Hann fæddist að Hálsi í Svarfaðardal og var afkastamikill rithöfundur.

Loðdýrabúin fyrir neðan Ferstiklu heita Krókar og Oddsmýri.  Byggðin og sundlaugin vestan Ferstiklu heitir Hlíðarbær.  Sundlaugin er jafnframt félagsheimilið Hlaðir.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM