Festarfjall Selatanger Reykjanes,

Gönguleiðir Reykjanes


FESTARFJALL - SELATANGAR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Festarfjall (190m) er skammt austan Grindavíkur og rís þverhnípt úr hafi en vestan þess er Hraunsandur eða Ægissandur í lítilli vík. Fjallið er úr móbergi en í því er grágrýtis- gangur, sem það dregur nafn af. Þessi gangur var gerður að silfurfesti tröllkerlingar í þjóðsögunni. Margir stanza við víkina til að huga að fugli, s.s. skarfi, fýl, ritu, æðar- fugli o.fl.  Í Grindavík er félagsheimili, sem ber nafn fjallsins, Festi.

Á Selatöngum, miðleiðis milli Krísuvíkur og Grindavíkur, er gömul verstöð, sem enn þá sjást merki um og er þess virði að skoða. Þar var mikið útræði, sem lagðist niður í kringum 1880.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM