Feykishólar Ströndum,

Gönguleiðir á Íslandi


FEYKISHÓLAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Feykishólar eru eyðibýli í Hvalsárdal á Ströndum.  Örnefnið Kirkjuhóll á jörðinni bendir til bænhúss eða kirkju þar fyrrum.  Samkvæmt þjóðsögunni lagðist hún af á sérstæðan hátt.  Draugur nokkur eignaðist barn með heimasætunni og lagði svo á, að hún létist í slysi og sonurinn yrði prestur.  Fyrir altarinu í Féykishólakirkju átti hann að snúa blessunarorðunum upp á djöfulinn og kirkjan sykki, nema hann yrði lagður í gegn með sveðju hertri í vígðu vatni.  Prestur var lagður í gegn, þannig að kirkjan sökk ekki en samkvæmt orðum draugsa brann hún skömmu síðar til grunna.  Hið eina, sem varð eftir af prestinum voru þrír blóðdropar.  Gamalt topphlaðið brunnhús, einungis hlaðið úr torfi, stóð á jörðinni til skamms tíma.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM