Fljót og Stífla,

Gönguleiðir Ísland

Skeiðsfossvirkjanir

FLJÓT og STÍFLA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggðin í sumarfögru umhverfi. Sunnar eru Flókadalur og Stífla.

Á veturna er mjög snjóþungt og rigningasamt á sumrin. Talsverð hákarlaveiði og sjósókn var stunduð frá Fljótum fyrrum. Margir bæir fóru í eyði á 20. öldinni. Nokkur jarðhiti er víða (20-70°C). Í Stíflu var gerð uppistaða fyrir Skeiðfossvirkjun, þannig að allur dalbotninn fór undir vatn.

Hólaþyrpingin í neðanverðum dalnum, Stífluhólar, er talið vera framhlaup úr Hvammshnjúk. Sumarfær vegur liggur um Stíflu yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar. Siglufjarðarleið heldur uppi áætlun og kemur við í Ketilási á sumrin.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM