Fremrinámur,

Gönguleiðir Ísland


FREMRINÁMUR
.

.
 


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fremrinámur eru háhitasvæði í Ketildyngju austan Bláfjalls í Ódáðahrauni.  Vegalengdin þangað frá Reykjahlíð er u.þ.b. 25 km.  Dyngjan hét öll Fremrinámur en Þorvaldur Thoroddsen breytti því.  Þarna var unninn brennisteinn um árabil, þótt það tæki hátt á fimmta dag, báðar leiðir, að koma honum til Húsavíkur.

Þarna liggur brennisteinninn í tiltölulega þykkur lögum og er hreinni en hann er víðast í öðrum námum í sýslunni.  Meginhluti brennisteinsnámsins fór fram rétt austan við gíginn Ketil og í honum sjálfum.  Allar brennisteinsnámur í Suður-Þingeyjarsýslu eru nú í ríkiseign.  Aðalástæður brennisteinsnáms á Íslandi var þörf Danakonunga fyrir brennistein í byssupúður, því að þeir stóðu í hernaði við Svía o.fl.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM