Friðland í Svarfaðardal,

Gönguleiðir Ísland


FRIÐLAND í SVARFAÐARDAL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Svarfaðardalsá er nokkuð vatnsmikil en lygn, sérstaklega, þegar nær dregur ósum.  Hún flæðir reglulega yfir bakka sína og skilur eftir frjósaman jarðveg á dalbotninum.  Svarfaðardalur slapp ekki við framræslu á sínum tíma fremur en aðrir landshlutar og hefur líka látið á sjá vegna þessara vafasömu jarðarbóta.  Árið 1972 var neðsti hluti árinnar með óshólmum og bökkum friðlýstur.  Bændum og landeigendum verður seint þökkuð þessi framsýni.  Friðlýsingin felur í sér, að ekki má raska landinu á neinn hátt, skotveiði og eggjataka er bönnuð.  Ómetanlegrar þekkingar um svæðið hefur verið aflað með starfi vísindamanna.

Friðland Svarfdæla við bæjardyr Dalvíkur er einstök náttúruperla fyrir alla, sem hafa áhuga á dýralífi og gróðri.  Þarna verpa að staðaldri 30 tegundir fugla og votlendisgróðurinn er afar fjölbreyttur.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM