Furufjörður Strandir,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


FURUFJÖRÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Furufjörður er stuttur og breiður fyrir opnu hafi á mörkum Stranda og Hornstranda.  Vesturströnd hans er innan Hornstrandsfriðlands og fjallið Ernir gengur út ströndina að Drangsnesi.  Þar innan við er Bolungarvíkurbjarg og klettastapi úr því, Bolungurvíkurófæra, gegnur út í sjó á flóði.  Austan fjarðar er Furufjarðarnúpur og hinum megin er Þaralátursfjörður.  Annar stapanna tveggja, sem standa framan við núpinn er kallaður Kanna vegna gatsins í gegnum hann.  Hinn er Kerling, skessa, sem dagaði uppi með könnuna.m,  Karlinn er Drangurinn í Drangsnesi og bátur hans sést í klettunum skammt undan.  Um fjöru er fært fyrir núpinn.  Saltvík er innar í firðinum og Saltvíkururð og Furufjarðarófæra eru milli hennar og núpsins.  Þarna er aðeins fært í lygnu veðri á stórstraumsfjöru.  Dagmálahorn er innst á austurströndinni.

Leiðin yfir Skorarheiði liggur upp úr Furufirði til Hrafnsfjarðar, eins Jökulfjarða.  Leiðin var fjölfarin fyrrum og einnig yfir Svartaskarð í Þaralátursfjörð, Reykjafjörð og suður eftir Ströndum.  Furufjarðará bugðast niður talsvert láglendi í fjarðarbotninum.  Jörðin í Furufirði var meðal mest metnu jarða á Hornströndum og þar var þríbýlt, þegar byggðin fór í eyði í kringum 1950.  Þarna eru nokkur hús, gamalt bænhús frá aldamótunum 1900 og skýli SVFÍ.

Árnabær var á sjávarbökkunum ófjarri bænhúsinu.  Árni Jónsson og Elín Betanía Jónsdóttir, systir Hjálmars, sem síðastur bjó í Smiðjuvík.  Salóme, dóttir Elínar, varð ráðskona hjá Árna eftir lát Elínar þar til hann flutti til Bolunarvíkur við Djúp.  Salóme var dóttir fyrsta eiginmanns Elínar, Guðmundar Benediktssonar, bónda á Höfða í Leirufirði í Jökulfjörðum.  Hann drukknaði 1901.  Guðmundur Árnason og Sigríður Jakobsdóttir frá Reykjarfirði bjuggu síðust í Árnabæ á árunum 1946-50.  Kristín Valgerður, dóttir Elínar og Árna, bjó með eiginmanni sínum, Benjamíni Eiríkssyni í skúr áföstum Árnabæ 1938-49.  Fúnar leifar bátsins Hrings, sem Árni átti, liggja í Naustum niðri við sjó.

Vagnsbær var skammt frá Árnabæ.  Þar bjó Vagn Guðmundsson, sonur Elínar, og kona hans Hjálmfríður Jónatansdóttir 1934-50.  Þau fluttu til Hnífsdals og Furufjörður var kominn í eyði.  Árnabær er í rústum en Vagnsbær var gerður upp sem sumarbústaður.

Bærinn á Bökkum var þriðja býlið í Furufirði.  Ólafur Samúelsson og Guðmundína Einarsdóttir, kona hans, bjuggu þar með hjúum og börnum í 17 ár til 1944.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM