Básendar Reykjanes,

Skálar á Gæsavatnaleið


Gisting & tjaldst.
Hálendið


Trölladyngja,
Dyngjuháls, Kattarbúðir


GÆSAVATNALEIÐ
Austurleið F-910
Kort

Áður en farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


BÁRÐARBUNGA


GRÍMSVÖTN

 

Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar sprænur. Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Hagakvísl á Sprengisandsleið að Drekagili í Dyngjufjöllum. Komi fólk að vestan er um tvær leiðir að velja í Vonarskarði, annars vegar yfir brú á Skjálfandafljóti, norðan ármóta Rjúpnabrekkukvíslar og um hraunið norðan Trölladyngju. Þetta er ekki hin rétta Gæsavatnaleið. Hún liggur sunnar og nær jöklinum. Sé hún valin, þarf að leita að vaði á Skjálfandafljóti og Rjúpnabrekkukvísl og fara með fullri gát, því að báðar árnar geta verið hættulegir farartálmar. Síðan er farið um Gæsavötn, yfir Dyngjuháls, fram hjá Kistufelli, yfir Urðarháls og Flæður austan hans í átt að Holuhrauni, unz komið er að Svartá, Vaðöldu og Drekagili. Gæsavatnaleið er stundum erfið vegna snjófyrninga, einkum austan í Dyngjuhálsi, og seinfarin (u.þ.b. 9 klst. milli Nýjadals og Drekagils). Hún er einungis fær góðum fjallabílum og bezt er að vera með vönum mönnum, þegar farið er í fyrsta skipti.

Leirurnar eða Flæðurnar austan Urðarháls eru varasamar óreyndum ökumönnum.  Þar þýðir ekki annað en að aka óhikað og viðstöðulaust í lágu fjórhjóladrifi í fyrsta gír. Þar flæðir fram yfirborðsvatn af jöklinum, einkum síðdegis á hlýjum dögum. Því er ákjósanlegra að fara þar um snemma dags. Oft lendir ferðafólk á þessum slóðum í sandstormi og sér ekki spönn frá rassi. Þá er gott að hafa áttavita við höndina eða GPS-punkta til að aka rétta leið. Þegar yfir er komið, er stefnan sett á vestanverða Vaðöldu og milli hennar og Dyngjuvatns að Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við Drekagil. Vestan Vaðöldu kemur bergvatnsáin Svartá upp úr sandinum og rétt áður en hún sameinast kvíslum Jökulsár á Fjöllum er fallegur foss, sem hefur verið nefndur Skínandi. Það er ógleymanlegt ævintýri að fara þessa leið á góðum degi

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM