Gásir Hörgárdalur,

Meira um Ísland


GÁSIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gásir var fyrrum fjölsóttasti verzlunarstaður Norðurlands, sunnan Hörgárósa og norðan samnefnds bæjar (nú Gæsir), sem var fyrst getið í heimildum á 13. og 14. öld.  Þarna var einnig mikilvæg miðstöð samgangna, því Gásir voru mikilvægasti siglingastaður norðanlands.  Lengi var ljóst, að þarna lægju merkar fornminjar í jörðu, því útlínu húsarústa leyna sér ekki.  Höfnin fylltist af framburði Hörgár og staðurinn eyddist.  Kirkjan fauk 1390, en rústir hennar og kirkjugarðsins eru greinilegar.  Sumarið 2004 uppgötvuðust rústir allstórrar kirkju.  Sagn- og fornleifafræðingar álíta, að kirkjur hafi ekki verið algengar í kaup- eða verzlunarstöðum fyrrum.

Árið 2001 var gerð forkönnun á svæðinu og fornleifauppgröftur hófst 2002 og fer fram að Gásum í júlí og ágúst 2003.  Áætlað er, að rannsóknum á svæðinu verði haldið áfram til og með 2006.  Samtímis þeim gefst gestum og gangandi kostur á leiðsögn um svæðið 6 daga vikunnar á íslenzku, ensku og þýzku.  Þátttökugjald á mann er kr. 300.-. (2011) Nánari upplýsingar má finna á vefsetrinu www.gasir.is og hjá neðangreindri

NORÐURLAND SAGA OG MENNING

Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri,
Ferðamálasetur Íslands
Háskólinn á Akureyri v/Norðurslóð
600 Akureyri
Netfang: ksb@unak.is
Sími: +00354 463 0577


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM