Gaulverjabær,

Meira um Ísland


GAULVERJABÆR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gaulverjabær er fyrrum prestsetur, kirkjustaður og bæjarhverfi í Flóa.  Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar heilagri guðsmóður og heilögum Þorláki.  Útkirkjur voru á Stokkseyri og í Villingaholti.  Sóknin var lögð niður árið 1907 og sameinuð Stokkseyrarprestakalli og Villingaholtssókn til Hraungerðis.  Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1909.

Þarna er hverfi nokkurra bæja og félagsheimilið Félagslundur (1949) á svokallaðri Gaulverjabæjartorfu.  Neðan túns er lítið stöðuvatn, þar sem vex tjarnarblaðka (Polygonum amphibium), se hefur ekki fundizt annars staðar hérlendis en við Hofgarða á Snæfellsnesi.  Landnámsmaðurinn, sem settist að í Gaulverjabæ, var Loftur Ormsson frá Gaulum í Noregi.  Árni Helgason, Skálholtsbiskup, og Haukur Erlendsson, lögmaður, voru forgöngumenn fyrir stofnun lærðra manna spítala í Gaulverjabæ í kringum aldamótin 1300.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM