Geitland Borgarfjörður,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


GEITLAND
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Geitland er tiltölulega gróðursnautt sand- og hraunflæmi milli Hvítár, Geitár og Geitlandsjökuls (Langjökull).  Eldgígarnir, sem skópu hraunið eru við jökulræturnar sunnan Hafrafells.  Gróðurflesjur í hrauninu þykja gott beitiland.

Samkvæmt Landnámu nam Úlfur Grímsson Geitland og miklar ættir er frá honum komnar, þ.á.m. Sturlungar.  Líklega hélzt byggð í Geitlandi fram að aldamótunum 1600 og merki hennar sjást a.m.k. á tveimur stöðum.  Í efri hluta hraunsins hafa fundizt allt að 100 m langir hraunhellar.  Svartá, sem kemur úr Langjökli, fellur um Geitlandið og sameinast Geit undan bænum Kalmanstungu áður en hún fellur til Hvítár.
Þjóðsagan segir frá hvernum Skriflu í Geitlandi.  Eitt sinn voru blóðug föt manns, sem var drepinn, þvegin í hvernum.  Gerist slíkt, hverfa hverirnir og færa sig úr stað.  Skrifla flutti sig tvisvar af sömu ástæðu og endaði í Reykholti í Reykholtsdal, þar sem hún er enn þá og veitir vatni í Snorralaug.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM