Geldingaholt Seyluhreppur,

Meira um Ísland


GELDINGAHOLT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

GELDINGAH0LTS- og SEYLUKIRKJA
Geldingaholtsbardagi

Geldingaholt er bær og fyrrum kirkjustaður í Seyluhreppi í Skagafirði.  Bærinn stendur á hæð austan í Langholti.  Sóknin var aflögð 1768 og sameinuð Glaumbæjarsókn.  Sturlunga segir frá bardaga í Geldingaholti árið 1255, þar sem Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þorsteinsson gerðu aðför að Oddi Þórarinssyni, sem fór með völd í Skagafirði fyrir hönd Þórðar Sighvatssonar kakala.  Oddur varðist vel, en lét þó líf sitt þar.

Séra Gunnlaugur Oddsson (1765-1835), dómkirkjuprestur, fæddist þar.  Hann gaf út fjölda bóka til alþýðufræðslu.  Brynleifur Tóbíasson (1890-1958), bindindisfrömuður og kennari fæddist þar líka og ólst upp.  Hann var einnig mjög ritfær og gaf út fjölda rita.
 

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM