Goðafoss,

Gönguleiðir Ísland


GOÐAFOSS/FOSSHÓLL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Goðafoss er einn fegurstu fossa landsins. Hann er steinsnar frá þjóðveginum í hinu 175 km langa Skjálfandafljóti, rétt hjá Fosshóli í mynni Bárðardals. Skjálfandafljótið, sem á upptök í Vonarskarði, rennur í gljúfrum og þrengslum á nokkrum kafla fyrir neðan fossinn.

Samkvæmt Kristnisögu á Þorgeir Ljósvetningagoði  og lögsögu- maður að hafa kastað goðum sínum í fossinn eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fékk nafn sitt af því. Hraunið, sem fljótið rennur um í Bárðardalnum til sjávar, er næstum jafnlangt og áin sjálf. Upptök þess eru við jaðar Vatnajökuls og það rann alla leið út í Skjálfandaflóa.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING

Á miðju bílastæðinu er minnisvarði, sem Lögmannafélag Íslands lét reisa Þorgeiri Ljósvetningagoða Þorkelssyni 1997 vegna lögspeki hans og málamiðlunar á Alþingi Íslendinga árið 1000, þegar við lá, að til átaka kæmi milli heiðinna manna og kristinna.  Áletrunin er svohljóðandi:
„En nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og mælum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls og höfum allir ein lög og einn sið.  Það mun verða satt, er vér slítum sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.”

Ferðamenn sem ætla að fara yfir Sprengisand geta fengið upplýngar um ástand fjallvega í verzluninni að Fosshóli.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM