Goðdalur,

Meira um Ísland


GOÐDALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Goðdalur er eyðibýli í samnefndum dal inn úr Bjarnarfirði syðra.  Munnmæli herma, að þar hafi staðið hof á heiðnum tíma og álagablettir eru víða.  Ein sjaldgæfasta jurt landsins, stinnasef (Juvus spuarrosus), vex þar og víða eru heitar uppsprettur og laugar.  Bærinn fór í eyði í desember 1948, þegar snjóflóð fell á hann úr Hólsfjalli.  Allt fólkið var heima nema þrjú börn hjónanna, sem voru í skóla, þegar ósköpin dundu yfir.  Veðrið var afspyrnu slæmt í marga daga, þannig að enginn kom til Göðdals fyrr en fjórum dögum eftir flóðið.  Aðeins bóndinn og dóttir hans voru með lífsmarki en stúlkan dó skömmu síðar.  Sex manns fórust í snjóflóðinu og þess var minns 1998, þegar minnisvarði var afhjúpaður neðan Bjarnarfjarðarháls, u.þ.b. 300 m frá neðstu beygjunni.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM