Grænahlíð,

Meira um Ísland


GRÆNAHLÍÐ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Grænahlíð er við norðanvert mynni Ísafjarðardjúps.  Hún nær frá Ritaskörðum, sem skilja hana og Rit að, að Sléttu í Jökulfjörðum.  Þetta er sæbrött hamrahlíð (200-473m) með nokkrum grónum blettum, sem voru tilefni nafngiftarinnar.  Blágrýtislögin í henni eru tiltölulega lárétt og þar hefur fundizt surtarbrandur.

Sagt er, að í steindrangnum Darra í Ritaskörðum búi hollvættur, sem heldur verndarvæng yfir sæfarendum, sem er við hæfi, því að skip leita gjarnan vars undir Grænuhlíð í vondum veðrum og margir sjómenn kölluðu þetta var "Hótel Grænuhlíð". 
Hinn 26. janúar 1956 fórst togarinn Egill rauði frá Neskaupsstað undir Grænuhlíð og með honum 5 menn.  Hátt á annað hundrað manns var við björgunarstörf og tókst að bjarga 29 manns.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM