Grafningur,

Meira um Ísland


GRAFNINGUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Grafningur er í Grafningshreppi í Árnessýslu meðfram Þingvallavatni vestanverðu allt að Borgarhólum, Hengli og Ingólfsfjalli. Nesjaey og Sandey tilheyra Grafningi. Meðfram Þingvallavatni er aragrúi sumarbústaðaí talsverðu brattlendi, enda er þessi hluti Grafningsins ekki annað en hluti Þingvallamisgengisins og endar í megineldstöðinni Hengilssvæðinu. Þarna er mjög skýlt í norðanátt og landslag og gróður skarta sínu fegursta á góðum degi. Þarna er líka gott berjaland í góðri tíð.

Frá vegamótum á Þingvallavegi eru ekki nema 12 km að Nesjavöllum, þar sem er hótel og fjöldi gönguleiða um þetta töfrandi svæði. Vetrarferðir á snjósleðum og skíðum eru líka algengar frá Nesjavöllum.

Nesjavallavirkjun sér höfuðborgarsvæðinu fyrir hluta af heitavatnsþörfinni og framleiðir líka rafmagn inn á landskerfið. Dyrafjöllin, vestan Nesjavalla, eru ein margra náttúruperlna í nágrenni höfuðborgarinnar, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, hvort sem er gangandi eða á fjórum hjólum, því að um þau liggur vegur með bundnu slitlagi frá Reykjavík niður í Grafning.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM