Grasagarðrueinn Laugardal,

Meira um Ísland 


GRASAGARÐURINN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Grasagarðurinn Laugardal

Enginn, sem hefur áhuga á grasafræði, ætti að láta þennan garð fram hjá sér fara. Hann var stofnaður 18. ágúst 1961.  Garðurinn er einn af u.þ.b. 1500 grasagarða og trjásafna, sem eru starfandi í heiminum.  Sameiginlegur tilgangur þeirra er að fræða um og efla skilning á mikilvægi gróðurs og varðveita plöntur og plöntusöfn, ekki sízt þær plöntur, sem eru í útrýmingarhættu.

Mikil áherzla er lögð á að finna erlendar plöntur, sem sem væri eftirsóknarvert að rækta hérlendis og ætla má að þoli íslenzkt veðurfar.  Mörgum plöntutegundum, sem hafa komizt á legg, hefur verið fjölgað og þær prýða nú almenningsgarða borgarinnar.  Mikill meirihluti plantnanna í garðinum er afrakstur alþjóðlegra fræskipta við hundruð aðila víðs vegar um heiminn.  Þarna er gott úrval íslenzkra og erlendra plantna, sem eru vel merktar íslenzkum og latneskum nöfnum.  Garðurinn er 2,5 ha og í honum eru nú kringum 4000 tegundir.


Sími: 411 8650

Opið
Sumar (1.Mai  –31 ágúst ) 10:00 – 22:00  
Vetur (1. september – 30 apríl) 10:00 – 15:00  


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM