Grettislaug Reykjaströnd,

Meira um Ísland


GRETTISLAUG
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Grettissaga segir frá því, að eldur hafi slokknað í Drangey hjá þeim bræðrum Gretti og Illuga vegna slælegrar gæzlu þrælsins Glaums.  Þá bjó Grettir sig til sunds í land og synti „sjö vikur” sjávar til Reykja á Reykjaströnd norðan Sauðárkróks.  Honum var kalt, þegar hann kom í land og yljaði sér í heitri laug sem myndaðist þar vegna jarðhita.  Síðan gekk hann í hús, þar sem allir voru í svefni, lagði sig og steinsofnaði allsnakinn.  Hann vaknaði við tvær konur í stofunni hjá sér um morguninn.  Þar voru komnar griðkona og dóttir bóndans.  Þær þekktu Gretti og undruðust, hve lítið væri undir svona stórum manni.  Griðkonan gekk nær til að skoða tólin og hljóp skellihlæjandi til bóndadóttur.  Grettir reis upp, greip til griðkonunnar og fór með vísur, sem fjölluðu um gagnsemi þessara tóla, þótt þau væru ekki af metstærð.  Síðan staðfesti hann orð sín með skrækjandi griðkunni, sem fór hin ánægðasta að því loknu.  Grettir fór síðan til Þorvalds bónda og bað hann flytja sig til baka með eldinn.

Grettislaug hvarf í hafróti árið 1934.  Hún var grafin upp árið 1992 og endurgerð.  Þá var hlaðinn skjól- og varnarveggur úr fjörugrjóti norðan við hana.  Margir láta vel af baði í Grettislaug.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM