Grímsvötn Vatnajökull,

Gönguleiðir Ísland


JARÐFRÆÐI HÁLENDIÐ


GRÍMSVÖTN

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishEldgos á ÍslandiBÁRÐARBUNGA


Kistufell


Kverkfjöll


Holuhraun

Grímsvötn eru stór megineldstöð undir miðjum Vatnajökli, u.þ.b. 45 km frá jaðri Tunghafellsjökuls og 50 km frá jaðri Dyngjujökuls við Holuhraun.  Hin 35 km² ísfyllta askja þeirra er oftast hið eina, sem sést á yfirborðinu en gos hafa verið og eru þar tíð, þótt þau nái ekki öll að brjótast í gegnum ísinn.  Jarðhiti heldur nokkrum svæðum auðum, s.s. undir Vatnshamri og undan Stórkonuþili, og myndar fagra og breytilega íshella.  Austan og suðaustan að öskjunni liggja hamrar Grímsfjalls.  Hin fyrrum reglulegu Grímsvatnahlaup fundu sér leið um lægð austur úr öskjunni.  Það er sama leiðin og hlaupvatnið fór um eftir gosið 1996. 

Þarna er gífurlega öflugt jarðhitasvæði, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni.  Þegar vatnsstaðan er orðin nógu há, lyftist ísinn og framrás vatnsins hefst.  Mikið dró úr hlaupunum eftir því sem leið á 20. öldina og óhætt þótti orðið að byggja brýr yfir vötnin á Skeiðarársandi.

Elztu heimildir um Grímsvötn eru í bréfi frá Ólafi Einarssyni, skólameistara í Skálholti.  Nafnið er líklega miklu eldra en staðurinn týndis hreinlega öldum saman, því þar voru engar mannaferðir.  Þjóðsagan segir, að Grímsvötn séu kennd við Vestfjarða-Grím.  Þrátt fyrir ýmsar frásagnir um eldgos í annálum, er erfitt að heimfæra þau á Grímsvötn.  Svíarnir Hakon Wadell og Erik Ygberg fundu eldstöðvarnar 1919 og kölluðu þær Svíagíg.  Fyrsta gosið, sem staðfest er í Vötnunum, var árið 1934.  Þá fóru Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur, þangað og fundu eldstöðvarnar.  Jóhannes gaf fyrstu lýsingu á gosinu og færði rök að því, að þarna væru hin einu og sönnu Grímsvötn.  Svíagígsnafninu var kastað fyrir róða, en nafnið Svíahnjúkar lifir.

Sigurður Þórarinsson tók saman líkleg gos í Grímsvötnum samkvæmt annálum og komst upp í 21.  Hið fyrsta taldi hann hafa verið árið 1332.  Hlaup fylgdu oftast eldgosum, en þau voru ekki bundin þeim eingöngu, því að mikið vatn safnast fyrir í öskjunni af völdum jarðhita.  Jöklarannsóknarfélagið var stofnað árið 1950 og síðan hafa verið árlegar rannsóknarferðir í Grímsvötn.  Þetta svæði hefur verið kannað allvel og er í stöðugri gæzlu.  Árið 1955 kom Jöklarannsóknarfélagið upp skála í Jökulheimum og tveimur árum síðar öðrum uppi á Svíahnjúk eystri til að auðvelda rannsóknir.

STUTTUR GOSANNÁLL (GRÍMSVÖTN) 1996. 1998, 2004, 2010, 2011 og 2012

VATNAJÖKULL


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM