Grund í Skorradal,

Meira um Ísland


GRUND í SKORRADAL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sagt var að Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti hafi fyrstur manna látið byggja bæ á Grund þar sem áður hafi staðið stekkur eða fjárhús frá Vatnsenda en Brynjólfur átti þá þriðja hluta þeirrar jarðar. Hann lét ennfremur gera þar vandaða kirkju með skrúða og klukkum og vígði þar hálfkirkju. Þetta gerði biskup til þess að kona hans, Margrét Halldórsdóttir (1615-1670), gæti sest þar að ef hans missti við.

Nú er Grund eitt af kostamestu býlum sveitarinnar. Þar hefur sama ættin, Grundarættin, setið síðan 1836.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM