gRUNDARTANGI,

Meira um Ísland


GRUNDARTANGI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Járnblendiverksmiðjan tók til starfa 1979. Íslenzka ríkið átti meirihluta og meðeigendur voru Elkem-Spiekerverket í Noregi og Sumitomo í Japan. Flestir, sem vinna í verksmiðjunni eru frá Akranesi og nærliggjandi sveitum.
Norski iðnaðarrisinn Orkla tilkynnti 11. janúar 2011, að Elkem hefði selt kínverska félaginu „China National Bluestar" járnblendið.  Með í kaupunum fylgdu Elkem Silicon Materials, Elkem Foundry Products, Elkem Carbon og Elkem Solar.  Söluverðið var 12 milljarðar norskra króna. 
Fyrst var greint frá áhuga Kínverjanna á að kaupa Elkem snemma í vetur. Málið tafðist hinsvegar vegna uppistandsins í tengslum við friðarverðlaun Nóbels. Það fór mjög fyrir brjóstið á kínverjum, að andófsmaðurinn Liu Xiaobo skyldi hljóta verðlaunin 2011.

Norðurál starfar þar við hliðina á járnblendiverksmiðjunni.  Afkastageta þess er u.þ.b. 90.000 tonn á ári.  Unnið er að stækkun versins.  Henni á að vera lokið 2006.

Af þessum sökum hefur dregið talsvert úr landbúnaði á svæðinu. Járnblendið, sem er flutt út, er notað til stálframleiðslu. Höfnin á Grundartanga var byggð samtímis verksmiðjunni. Hún er í eigu nágrannasveitarfélaganna. Verksmiðjan hafði mikil áhrif á atvinnulíf og búsetu við Hvalfjörð. Nú býr þar fleira búlaust fólk og íbúðarhús hafa sprottið upp í hverfinu Hagamel, sem er í landi Litla-Lambhaga.

Eftir opnun Hvalfjarðarganga í júní 1998 hefur þróun byggðarinnar Akranesmegin fjarðarins orðið mun hraðari.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM