Gullborgarhraun Snæfellsnes,

Gönguleiðir Ísland


GULLBORGARHRAUN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gullborgarhraun í Hnappadal rann frá Gullborg.  Þar fundust fagrir dropasteinshellar árið 1957.  Þeir eru á náttúruminjaskrá og óheimilt er að skoða þá nema með fylgd frá Heggstöðum.  Minjar um mannaferðir fundust í hellunum en óvíst er, hverjir voru þar á ferðinni.

Kenningar eru uppi um veru útilegumanna  eða dvöl Arons Hjörleifssonar í þeim samkvæmt Sturlungu.  Hann var í slagtogi með Guðmundi Arasyni, biskupi, í Grímsey, barðist þar hraustlega fyrir hann og komst naumlega undan.  Sturlungar voru á höttunum eftir honum til að drepa hann.  Hann fór huldu höfði um allt land og faldi sig um tíma í Gullborgarhrauni.  Aronshellir var þekktur en týndist.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM