Hafurbjarnarstaðir Reykjanes,

Gönguleiðir Reykjanes


HAFURBJARNARSTAÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hafurbjarnarstaðir eru bær í Miðneshreppi á Garðskaga. Rétt hjá Hafurbjarnarstöðum liggur hinn mikli Skagagarður, sem eitt sinn girti af Skagatána og Garðskagi dregur nafn sitt af.

Á Hafurbjarnarstöðum uppgötvaðist forn kumlateigur , einhver merkast fundur fornleifa hérlendis.  Hann var skoðaður árið 1868 og tekin upp úr honum bein og gripir, sem voru fluttir í Forngripasafnið.  Lokarannsóknir fóru fram árið 1947.  Alls voru í teignum 9 kuml og í þeim bein sjö eða ef til vill átta manna og hafa þau verið rannsökuð.  Einnig var fannsst mikið af beinum hunda og hesta.  Þarna fannst allmargt gripa, s.s. vopn, skartgripir og fleira, og sennilega hefur verið þar bátskuml.

Söguslóðir Suðvesturland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM