Hafursey,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HAFURSEY
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hafursey er móbergsfell á Mýrdalssandi norðanverðum.  Það skiptist um Klofgil og vesturhlutinn er nefndur Skálarfjall (582m) og hæst ber Kistufell (513m) á austurhlutanum.  Þarna er mikið fýlavarp og undirhlíðarnar eru vaxnar kjarri, en þar var skógur áður fyrr.  Fellið var gott til beitar og bændur í Hjörleifshöfða létu fé sitt ganga þar sjálfala allt árið og höfði í seli á sumrin til 1854.

Þarna var áningarstaður ferðamanna um Mýrdalssand, því að þarna var alfaraleið til 1955, þegar vegurinn var fluttur mun sunnar.  Laust eftir aldamótin 1900 var reist þar sæluhús og nú er þar skýli Slysavarnarfélags Íslands.  Hellirinn Stúka, sem er vestan í fellinu, var skýli og náttból ferðamanna áður en húsin voru reist.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM