Háreksstaðir,

Meira um Ísland


HÁREKSSTAÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Háreksstaðir eru eyðibýli á Jökuldalsheiði. Þeir voru fyrsta býlið, sem byggt var á 19. öldinni, árið 1841, og jafnframt eitt hið bezta. Það var í byggð til 1925 og sagnir eru til um ábúð þar fyrr á öldum.
Þjóðvegur #1 var færður norður fyrir Möðrudalsfjallgarð, þannig að nú liggur hann um fyrrum Vopnafjarðarleið, skammt austan Vegskarðs, um Hárekstaðaland og niður í Jökuldal á sama stað og fyrrum.

Þessi vegagerð var mjög umdeild. Hún færir Vopnfirðinga og aðra Sléttubúa nær Egilsstöðum á veturna en margir eru þeirrar skoðunar, að hann liggi um mun snjóþyngra svæði en gamli þjóðvegurinn. Nýr vegur aðeins sunnar í Möðrudalsfjallgarðinum um náttúruleg skörð þar hefði verið betri, ódýrari og enn snjóléttari en hinn gamli. Vopnfirðingar hafa löngum viljað fá göng undir Hellisheiði til Héraðs, sem spöruðu tugi kílómetra.
Myndin hér að ofan er af rústum Rangalóns, norðan Sænautavatns.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM