Hauganes Skagafjörður,

Meira um Ísland


HAUGSNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Haugsnes er sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði, á flötunum við Djúpadalsá. Þar var háður blóðugasti bardagi Sturlungaaldar, 18. apríl 1246. Fyrirliðar hinna stríðandi fylkinga voru Þórður kakali Sighvatsson og Brandur Kolbeinsson. Þá réði Þórður Eyjafirði og Þingeyjarþingi en Brandur öllum héruðum vestan Öxnadalsheiðar að Hrútafjarðará. Þegar leið á bardagann, brast flótti í lið Brands, sem var tekinn og drepinn. Þar heitir nú Róðugrund, því að þar var sett upp róða eftir vígið.

Sturlunga segir svo frá bardaganum: „Var þetta hin snarpasta orrusta, svo að engin hefur slík orðið á Íslandi, bæði að fjölmenni og mannfalli". Þórður kakali náði ríki á öllu Norðurlandi um skeið eftir Haugsnesbardaga.

Mynd:  Miklabæjarkirkja.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM