Haukadalsheiði,

Gönguleiðir Ísland


HAUKADALSHEIÐI
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Svæðið norðan Haukadals í Biskupstungum, allt inn að Sandvatni og Fari, ber þetta nafn. Fyrrum var heiðin gróðri vaxin með mýrum og mólendi. Síðustu tvær aldirnar hefur það orðið auðnin ein, allt fram á brúnir Haukadals. Þar hefur verið unnið mikið starf við uppgræðslu síðustu áratugina. Árangurinn er farinn að koma í ljós og að mestu er hætt að bera á hinum mikla rykmekki, sem hvassar norðaustanáttir ollu.

Um heiðina liggur hluti hins svokallaða „línuvegar”, sem hefst við Brunna á Kaldadalsleið og endar niðri í Haukadal eða á Kjalvegi norðan Gullfoss.

Gönguleið upp á heiðina hefst í Skógræktinni í Haukadal.  Þegar upp er komið, er hægt að halda alla leið að Hagavatni, út á Kjalveg í austri eða að Brunnum í vestri.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM