Heiðmörk Reykjavík,

Gönguleiðir Ísland


HEIÐMÖRK
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Heiðmörk varð að friðlandi Reykvíkinga árið 1950 og dregur nafn af Heiðmörk í Noregi samkvæmt tillögu Sigurðar Nordals, prófessors, en Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, stakk fyrst upp á útivistarsvæði þar. Stærð friðlandsins er 2500 ha og um það liggur 30 km langt net malarvega. Upprunalega var Heiðmörk hluti lands Elliðavatns, Hólms, Vatnsenda, Vífilsstaða og Garðatorfu. Frá upphafi hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur haft umsjón með svæðinu. Rauðhólafólkvangurinn er innan girðingar Heiðmerkur en lýtur ekki sömu umsjón.

Talsvert sjálfboðaliðastarfs hefur verið unnið í skógrækt og Vinnuskóli Reykjavíkur hefur lagt hönd á plóginn. Líklega hafa verið gróðursettar á fimmtu milljón trjáplantna á svæðinu og gróðri, sem fyrir var, hefur farið mikið fram. Af hinum 26 tegundum trjáplantna, sem hafa verið gróðursettar þar, ber mest á sitkagreni og 150 tegundir blómplantna vaxa þar villtar. Taldar hafa verið 30 tegundir fugla, sem eru þar að staðaldri.

Eina húsið, sem hefur verið leyft að reisa á Heiðmerkursvæðinu, er Þorgeirsstaðir, kenndir við norska sendiherrann Torgeir Anderssen-Rysst. Hann var mikill áhugamaður um málefni Heiðmerkur og Nordmannslaget, félagsskapur Norðmanna, reisti það. Einar G. E. Sæmundsen, skógfræðingur, á minnisvarða í Heiðmörk. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og var mikill hvatamaður að stofnun friðlandsins og framkvæmdum þar. Þar er einnig minnisvarði um Guðmund Marteinsson, sem var lengi formaður Skógræktarfélagsins. Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangar (1973 og 1975) tengjast friðlandinu í Heiðmörk. Þessi svæði mynda í heild samfellt útivistarsvæði.

Margir leggja leið sína um Búrfells- og Lambagjá að eldborginni Búrfelli.

GÖNGULEIÐIR Í HEIÐMÖRK OG NÁGRENNI


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími:- nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM