Helgrindur Snæfellsnes,

Gönguleiðir Ísland


HELGRINDUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Suðvestan Grundarfjarðar er allmikill fjallabálkur (988m), sem heitir Helgrindur. Þær eru hrikalegar og svipmiklar, enda einn meginhluti Snæfellsnesfjallgarðs. Efst á þeim er sísnævi og af þeim stendur oft mikið misvindi og magnaðir vindstrókar niður í Grundarfjörð í illviðrum. Steingrímur Thorsteinsson, skáld, ólst upp á Arnarstapa. Hann orti kvæðið „Miðsumar”, þar sem segir líklega um Helgrindur:


 

Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn,
en hart er það aðeins sem móðir við barn.
Það agar oss strangt með sín ísköldu él,
en á samt til blíðu, það meinar allt vel.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM