Hellar Landssveit,

Meira um Ísland


HELLAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hellar eru bær og hellar í Landssveit. Hellarnir eru þrír og hafa verið notaðir sem geymslur, hlaða, fjárhús o.fl. Þessir hellar eru manngerðir, höggnir í móhellu eða sandstein, sem nóg er af á Suðurlandi. Þjóðsagan um stærsta hellinn segir frá kálfi, sem hvarf þar og manni, sem fór að leita hans. Hann gekk lengi í myrkrinu í hellinum, þangað til hann heyrði árnið yfir höfði sér og varð hræddur og snéri við. Þegar hann komst loks aftur upp úr hellinum, var hann með gullsand í skónum. Skömmu síðar heyrðist baul undir hjónarúminu á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi og þegar að var gáð, var þar kominn kálfurinn heill á húfi, en hann hafði týnt halanum einhvers staðar á leiðinni.

Bærinn Hellar stendur undir Skarðsfjalli. Miklar breytingar urðu á fjallinu í jarðskjálftunum 1896 en hellarnir stóðu þá af sér. Ábúendur hafa góðfúslega leyft ferðalöngum að skoða hellana. Sams konar hella er að finna vítt og breitt í Árnes- og Rangárvallasýslum, s.s. að Ægissíðu, þar sem þeir eru 12 talsins. Einhverjir þessara hella hafa verið mannabústaðir og margar kenningar eru á lofti um íbúana og aldur hellanna sjálfra. Bændur grófu gjarnan svona hella til eigin nota en einhverjir þeirra kunna að vera eldri en landnámið og hafa hýst papa.

Ýmiss konar veggjakrot er að finna í sumum hellanna, fangamörk, ártöl og krossa. Ártölin eru öll tiltölulega ung. Elzta frásögn af hellum í Odda er í Jarteiknabók Þorláks biskups helga. Í Efri-Gegnishólum í Flóa er mikið um krossmörk í hellum. Hinn stærsti er 94x65 sm og tveir minni undir þverálmum hans. Sagt er að þessi krossagerð líkist ristum, sem fundust í Norðimbralandi á Englandi. Líklega eru þessi tákn frá miðöldum og táknar krossa Krists og ræningjanna. Athyglisverð bók um efnið heitir: Manngerðir hellar á Suðurlandi.

Söguslóðir Suðurland

STÆRSTU HELLAR HEIMSTIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM