Hellnar Snæfellsnes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Fjallasýnin og gönguleiðir

HELLNAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar stunda nú vor- og sumarútgerð á smábátum. Meðfram ströndinni eru fallegar bergmyndanir og hellir, sem heitir Baðstofa. Hann er kunnur fyrir birtu- og litbrigði við vissar aðstæður.

Einnig er þar Gvendarbrunnur (sem einnig hefur verið kallaður Maríulind á síðustu árum), bergvatnslind, sem sprettur undan hraunjaðrinum í túni Skjaldartraðar.  Þar hafa sumir, sem vita lengra en nef þeirra nær, séð heilagri guðsmóður bregða fyrir.

Hellnar eru í næsta nábýli við nýjasta þjóðgarðinn okkar, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð.  Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins.  Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 196 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM