Hengifossá,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HENGIFOSSÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn fjórði hæsti á landinu, Hengifoss, 128,5 m hár og Litlanesfoss, sem er aðeins neðar í ánni. Hann er meðal fegurstu fossa landsins, einkum vegna stuðlabergsmyndana. Berglögin í umhverfi Hengifoss eru athyglisverð vegna þunnra, rauðra leirlaga á milli blágrýtislaganna.

Þar er líka hægt að finna steinrunna stofna kulvísra barrtrjáa og surtarbrand, sem vísar til hlýrra loftslags á seinni hluta tertíer. Það er hægt að ganga á bak við Hengifoss, þegar lítið er í ánni og skoða hellisskúta þar. Gangan upp að fossunum er tiltölulega létt, þótt hún sé á fótinn og vel þess virði að leggja hana á sig.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM