Héraðsflói,

Meira um Ísland


HÉRAÐSFLÓI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Héraðsflói er talsvert breiður en stuttur og verður stöðugt styttri vegna framburðar stóránna, sem falla til hans. Náttúruleg mörk hans í norðri er Kollumúli og Kögur, yzt í Ósfjöllum, í suðri.

Fyrir botni flóans eru Héraðssandar, sem innihalda talsvert járn, svo að rætt var um járnnám þar fyrir 1930.  Jökulsá á Brú og Lagarfljót falla um sandana og Selfljót fellur til sjávar austur við Ósfjöll.  Engin höfn er við Héraðsflóa en bátar geta leitað vars í Múlahöfn, vík inn af Kollumúla.  Þar var löggiltur verzlunarstaður 1890.

Að sunnan er Stapavík, sem skýlir gegn austan- og suðaustanveðrum.  Þar voru oft settar upp vörur, þótt erfitt væri, og stunduð verzlun þar um tíma.  Krosshöfði er niðri við Selfljót en þar var vörum líka skipað upp.  Þar var útibú frá verzluninni Framtíðinni á Seyðisfirði um tíma og bústaður verzlunarstjórans.  Kaupfélag Borgfirðinga tók við rekstrinum upp úr 1920 og fram til þess, er akfær vegur var kominn í Borgarfjörð eystri.  Verstöðvarústir eru báðum megin flóans, þótt aðstaða til útgerðar hafi verið slæm.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM