Hestfjall,

Gönguleiðir Ísland


HESTFJALL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hestfjall (317m) í Grímsnesi rís stakt upp úr landslaginu og er næstum umflotið vatni.  Það er u.þ.b. þríhyrningslagað og þar sem það er hæst nyrzt heitir Hesteyru.  Þetta er móbergsfell með grágrýtislögum og var virkt eldfjall á ísöld.  Sumir jarðvísindamenn álíta það hluta af dyngju, sem seig að mestu, en aðrir líkja því við myndun Surtseyjar.
Hægt er að aka uppá Hestfjall (jeppaslóð).
Útsýnið ofan af Hestfjalli er afbragðsgott á góðum degi.

Suðurlandsundirlendið var undir sjó við lok ísaldar og greinileg merki sjávarveðrunar sjást í sunnanverðu fjallinu.  Merki um hærri sjávarstöðu finnast allt upp í 110 m hæð í sýslunni.  Útsýni af fjallinu er afargott í góðu veðri.

Þjóðsagan segir frá stóru skrímsli, sem liggur oftast kyrrt í göngum í fjallinu.  Þegar það fer á stúfana, rennur Hvítá inn í göngin og þornar upp neðan þeirra.  Slíkt á sér stundum stað, þegar áin stíflast af ís og umflýtur bæi á Skeiðum.

Mynd: Hvítá, Hestfjall og Hestvatn

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM