Hestfjörður Vestfirðir,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HESTFJÖRÐUR


.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hestfjörður er um 15 km langur og rúmlega eins km breiður inn úr sunnanverðu Djúpi. Undirlendi er ekki við fjörðinn nema yzt á nesjum. Skógarkjarr er í fjarðarbotni. Við Hestfjörð er eitt af svipfegurstu fjöllum við Djúp, Hestur (547m), slitið frá fjallabálkinum og þess vegna mjög áberandi.

Undir Hesti eru Örnefni eins og Fótur og Folafótur og mun Halldór Laxness hafa notfært sér þau í einni af skáldsögum sínum, Heimsljósi, enda mun efniviður hennar að nokkru sóttur í byggðina við Djúp. Fyrir mynni Hestfjarðar er Vigur, önnur stærsta eyjan á Djúpinu.

Hvítanes er nesið milli Hestfjarðar og Skötufjarðar.  Þar var samnefnt prestsetur í Ögurþingum árin 1933-46 og lengi landsímastöð.  Þarna lágu sóknarmörk milli Eyrarsóknar í Seyðisfirði og Ögursóknar og fyrrum mörk milli prófastdæma Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslna.  Þarna eru sveitamörk milli Ögur- og Súðavíkurhreppa.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM