Hestur Borgarfjörður,

Meira um Ísland


HESTUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hestur er bær í Andakíl í Borgarfirði.  Þar var kirkja (aflögð 1765) og prestsetur Hestþinga til 1944 (flutt að Staðarhóli, hjáleigu frá Hvanneyri).  Tryggvi Þórhallsson (1889-1935), þingmaður, forsætisráðherra, formaður Búnaðarfélags Íslands og bankastjóri Búnaðarbankans, bjó um hríð að Hesti.  Hann var einnig ritstjóri Tímans um tíma og var einn stofnenda Framsóknarflokksins (síðar Bændaflokksins).  Séra Eiríkur Albertsson (1887-1972) var síðasti prestur að Hesti.  Hann var einnig skólastjóri alþýðuskólans á Hvítárbakka um tíma og stofnaði síðan slíkan skóla að Hesti (1923-26).  Búnaðarfélag Íslands á Hest og rekur þar tilraunabú í sauðfjárrækt (1943) í tengslum við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri.  Milli Hests og Skorradals er Hestháls, Hestfjall (221m) og Skorradalsháls.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM