Hlöðufell,

Gönguleiðir á Íslandi


HLÖÐUFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur

Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan Laugardals og sunnan Langjökuls.  Það er hömrum girt en þó ekki illkleift og útsýnið af toppnum er frábært á góðum degi.  Á Hlöðuvöllum, suðvestan Hlöðufells, er sæluhús FÍ frá 1971, sem rúmar 15 manns.  Uppgangan á fjallið er greiðust meðfram vestanverðu hamragilinu ofan við sæluhúsið.

Brúará á upptök sín á Rótasandi sunnan Hlöðufells.  Þrjár akleiðir liggja að Hlöðufelli, ein frá sæluhúsinu við Brunna á Kaldadalsleið, önnur skammt ofan Gullfoss á Kjalvegi og hin þriðja frá Laugardal, norðan Laugarvatns.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM