Hnífsdalur,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HNÍFSDALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hnífsdalur er þorp yzt við Skutulsfjörð að vestan, skammt utan við kaupstaðinn á Ísafirði og hluti lögsagnarumdæmis hans frá 1971. Íbúar í Hnífsdal voru um 400 árið 1981. Í Hnífsdal voru fyrrum tveir bæir en þorp tók að rísa þar seint á 19. öld. Aðalatvinnuvegur var og er sjósókn og vinnsla sjávarafla. Hafnarskilyrði eru slæm og njóta Hnífsdælingar hafnarinnar á Ísafirði.

Hraðfrystihús hóf starfsemi 1939. Barnakennsla hófst í Hnífsdal 1882. Hnífsdalur er í dalverpi milli snarbrattra fjalla og er undirlendi mjög lítið. Búðahyrna, há og hlíðabrött, gnæfir yfir þorpinu en Bakkahyrna andspænis. Oft hafa fallið snjóflóð úr Búðahyrnu, sem valdið hafa bæði mann- og eignatjóni. Fyrst er getið um eignatjón árið 1673. Mesta snjóflóð í Hnífsdal, sem sögur fara af og um leið hið örlagaríkasta, féll úr Búðahyrna að morgni 18. febrúar 1910 og sópaði nokkrum húsum og mörgu fólki á haf út.

Alls fórust 20 manns en auk þess slösuðust 12 meira eða minna. Síðan hafa fallið nokkur snjóflóð en ekki valdið nærri eins miklu tjóni. Ævinlega, þegar snjóþungt er á veturna og hætta er á snjóflóðum, verður að rýma hús á hættusvæðum og flytja íbúana á örugga staði, stundum alla leið inn á Ísafjörð, þar til hættan er talin vera liðin hjá.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM