Hólmatungur,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HÓLMATUNGUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Holmatungur.gif (28241 bytes)Hólmatungur er mjög grózkumikið svæði í Jökulsárgljúfrum vestanverðum beint á móti Forvöðum, sem eru austan ár. Þar eru margar fagrar stuðlabergsmyndanir og þar var áður foss í Jöklu, sem hét Vígabjargsfoss. Það er á margra orði, að hvergi sé fegurra göngusvæði á landinu en á milli Hljóðakletta og Hólmatungna meðfram Jökulsá á Fjöllum.

Óteljandi lindir spretta upp í Hólmatungum og vatnið fellur stall af stalli niður í Jöklu. Á gönguleiðinni, rétt sunnan Tungnanna, er svokallaður Gloppuhellir í Gloppu, sem er sérstök náttúrusmíð. Norðan Hólmatungna eru Ytra- og Syðra-Þórunnarfjall.
Þjóðsagan segir, að Þórunn ríka í Ási í Kelduhverfi hafi flúið þangað, þegar svarti dauði gekk yfir landið. Þar hafðist hún við með hjúum sínum, þar til að matarskortur fór að segja til sín, en þó ekki fyrr en að smalanum hafði verið slátrað til að fólkið hefði eitthvað að borða. Þá fyrst leitaði Þórunn, sem var allþéttvaxin, til byggða, því að hún óttaðist að hún yrði næst á matseðlinum.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM