Hornstrandir,
Ferjuáætlanir


Meira um Ísland

Hornbjarg . .

HORNSTRANDIR
.

.
Ferjuáætlanir

 

Nyrzti hluti Vestfjarðakjálkans er kallaður Hornstrandir. Núverandi mörk þeirra eru talin vera Ritur í vestri og Geirólfsgnúpur í austri. Þar var fyrrum mikil byggð og íbúarnir voru taldir sérstakir í siðum og venjum. Nú er allt svæðið komið í eyði, einnig bústaður vitavarðar við Látravík. Láglendi Hornstranda er vel gróið og göngugarpar sækjast mjög eftir gönguferðum um svæðið, sem var talið torfært fyrrum.

Aðalvík, Jökulfirðri og Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Gönguferðir um og skoðunarferðir á þessar slóðir hefjast venjulega á Ísafirði. Þaðan er siglt í Jökulfirði eða Aðalvík. Einnig er göngufólk gjarnan ferjað frá Djúpuvík, Gjögri eða Ingólfsfirði á Ströndum að Dröngum eða annarra víkna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM