Hrauneyjar Sigalda Versalir,

Vatnajökulsþjóðg.


Gönguleiðir Ísland


Hrauneyjavirkjun


HRAUNEYJAR - SIGALDA - VERSALIR
Hvernig kemst ég þangað

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var virkjuð  neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð austan fossins og þar hefur myndast uppistöðulón. Svæðið norðan ár heitir Þóristungur og skammt neðan virkjunarinnar (lokið 1981; 210 MW), u.þ.b. 2 km fyrir innan Hald, er bílkláfur, sem vegagerðin lét gera árið 1964. Norðan ár er hægt að aka yfir Búðarháls um gömlu Sprengisandsleiðina upp með Þjórsá eða um eystri leiðina, svokallaða Ölduleið. Sé Ölduleiðin valin, er ekið í gegnum Þóristungur, afrétt Holtamanna. Þar er stærsta samfellda gróðurlendið á Tungnáröræfum.  Hálendismiðstöðin og veitingastaðurinn Hrauneyjar (Hótel) er skammt sunnan brúarinnar yfir afrennslisskurð Hrauneyjavirkjunar og skammt frá er Krókslón. miðlunarlón  Sigölduvirjunar.
Þegar norðar kemur, hjá frárennsli Kvíslaveitu suðvestan Þveröldu, eru Versalir.  (Sigalda nánar).

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Hrauneyjasvæðið eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Nýidalur 89,  Hágöngur 74 km, Versalir 35, Hótel Hrauneyjar 10 km. GPS hnitin eru: 64°11´48,56 N and 19°17´07.31 W <Sigalda> Árnes 64 km, Hella 96 km, Veiðivötn 36 km, Landmannalaugar (F-208) 27 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM