Hrossaborg Mývatnsöræfi,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HROSSABORG
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hrossaborg er annar tveggja þekktra, samkynja gjóskugíga á Norðausturlandi. Hinn er Hverfjall í Mývatnssveit. Báðir eru myndaðir í tengslum við þeytigos í vatni eða við miklar grunnvatnsbirgðir. Hrossaborg er eldri, u.þ.b. 10.000 ára, en Hverfjall 2500 ára.

Mývetningar beittu hrossum sínum gjarnan á þessu svæði og notuðu gíginn sem aðhald fyrir þau á meðan leitum var haldið áfram. Að þeim loknum var allt stóðið rekið niður í Mývatnssveit. Vegur liggur alla leið inn í gíginn, sem lítur út eins og stórt hringleikahús, þegar inn er komið. Leiðin inn í Herðubreiðarlindir liggur steinsnar austan Hrossaborgar.  Fært er flestum bílum inn í gíginn frá þessari leið inn í Lindir.

Þeim, sem vilja kynna sér þessar slóðir betur, skal bent á sögurnar um Fjalla-Bensa og bækurnar um Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson.  Ennfremur nánari umfjöllun á hálendissíðum þessa vefseturs.

Mývatn 43 km <Hrossaborg> Grafalönd eystri 40 km, Herðubreiðarlindir 60 km, Egilsstaðir 122 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM