Reykjaheiði,

Gönguleiðir Ísland


REYKJAHEIÐI

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Heiðin milli Reykjahverfis og Kelduhverfis, sunnan Gæsafjalla norður að Grísafjöllum er kölluð Reykjaheiði. Margir vilja þó aðeins nota þetta nafn yfir nyrzta hluta þessa svæðis. Reykjaheiðin er hulin mosavöxnum hraunum.

Um heiðina liggur vegur milli Húsavíkur og Kelduhverfis (Fjöll) í 350 m hæð yfir sjó. Hann er einungis fær á sumrin og mjög er þar snjóþungt á veturna. Þarna var alfaraleið fyrrum og oft varð fólk úti á leiðinni á veturna.

Botnsvatn er ein af perlum heiðarinnar. Það er örskammt frá Húsavík og heillaráð að fá leyfi til að fá leyfi til að renna þar fyrir fisk á leiðinni yfir heiðina.  Húsvíkingar renna fyrir fisk í vatninu, þegar þeim lystir og þurfa ekki að biðja um leyfi.  Árið 1700 varð þar maður úti í blindhríð um mitt sumar. Við Sæluhúsmúla var fyrrum sæluhús, sem nú er rústir einar. Þar urðu ferðamenn, sem voru einir á ferð oft fyrir ónæði draugs. Við Sæluhúsmúla og Höfuðreiðarmúla kvíslast vegurinn niður í Kelduhverfi og inn að Þeistareykjum og þaðan suður á þjóðveginn á Hólssandi. Gegnt Sæluhúsmúla er Höfuðreiðarmúli, sem nánar er getið undir Víkingavatni í Kelduhverfi.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM