Illugastaðir í Fnjóskadal,

Gönguleiðir Ísland


ILLUGASTAÐIR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Illugastaðir í innanverðum Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu eru fornt höfuðból og kirkjustaður. Kirkjan þar var helguð heilögum Nikulási á katólskum tímum. Timburkirkjan, sem nú stendur, var reist 1860-1861 og u.þ.b. öld síðar fór fram veruleg viðgerð. Prédikunarstóllinn er frá 1683 og þar eru tvær altaristöflur.

Kristján Krisjánsson (1806-1882), amtmaður og síðar bæjarfógeti í Reykjavík, var frá Illugastöðum. Hann varð ekki langlífur í bæjarfógetaembættinu, aðeins tvö ár (1849-1851) vegna þess að hann fylgdi Jóni Sigurðssyni að málum á Þjóðfundinum í Reykjavík. Loks var hann munstraður upp í embætti fyrir Norður- og Austuramtið árið 1871.

Staðurinn fór í eyði og árið 1966 keypti Alþýðusamband Norðurland jörðina til byggingar orlofshúsa fyrir félagsmenn. Selárgil er í landi Illugastaða. Þar finnst surtarbrandur og plöntu- og skeljasteingervingar. Þykk setlög finnast í dalnum og merki um stóra megineldstöð frá tertíertíma.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM