Jökuldalur Austurland,

Gönguleiðir Ísland


JÖKULDALUR
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byggðra dala landsins. Vegalengdin milli efsta bæjar, Brúar, og Fossvalla við brúna á þjóðvegi #1 er 80 km. Frá brú að eyðibýlinu Laugarvöllum í Brúardölum, sem eru efstu drög Jökuldalsins, er drjúgur spölur. Dalurinn er  þröngur og undirlendi stækkar, er austar dregur. Jökulsá á Dal (Brú) rennur um dalinn, brún og þykk af framburði.

Nokkrar brýr hafa verið yfir þetta skaðræðisfljót allt frá söguöld og víða kláfar. Jökuldalur, einkum Efridalur, varð illa úti í Öskjugosinu 1875. Þjóðvegur #1 liggur um meginhluta dalsins og marga fagra fossa ber fyrir augu í honum austanverðum á leiðinni.

Landnáma segir, að Hákon, sem nam Jökuldal allan, hafi búið að Hákonarstöðum fyrir vestan Jökulsá og ofan Teigarár.  Þar var Jökla brúuð 1908.

Söguslóðir á Austurlandi


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM