Jökulsá á Fjöllum,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Sæluhúsið
við Jökulsá á Fjöllum
Varð ekki öllum svefnsamt þar. 
Húsið varð alræmt vegna draugagangs.


JÖKULSÁ á FJÖLLUM
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


GRÍMSSTAÐIR á FJÖLLUM

Jökulsá á Fjöllum er mesta á Norðurlands. Vatnasvið hennar, 7380 km², er hið stærsta á landinu og hluti þess, u.þ.b. 1700 km², eru undir jökli. Áin er 206 km löng og meðalrennsli henna er 183 m³ um Dettifoss. Eystri upptakakvísl hennar er Kreppa, sem rennur austan Krepputungu. Farvegur Jöklu er austan Ódáðahrauns og Mývatnsöræfa, um Kelduhverfi og til sjávar í Öxarfirði.

Aðrir fossar í ánni eru: Selfoss, Réttarfoss og Hafragilsfoss. Rétt norðan Herðubreiðarlinda er smáfoss, þar sem áin hverfur ofan í  þrönga gjá. Fyrsta brúin yfir Jöklu var byggð hjá Ferjubakka í Öxarfirði árið 1905 og ný á sama stað 1956-57. Önnur brúin, þar sem þjóðvegur 1 liggur á móts við Grímsstaði, var byggð árið 1947, en áður voru lögferjur á báðum þessum stöðum.

Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur er vestan Jöklu frá og með Dettifossi til og með Ásbyrgi (nánar lýst annars staðar). Eftir að gljúfrum Jöklu sleppir er hún gjarnan kölluð Jökulsá í Öxarfirði. Þar kvíslast hún í Sandá og Bakkahlaup, sem fá meginvatnsmagnið, þannig að Jökla sjálf er ekki svipur hjá sjón, þegar hún rennur úti í sjó. Oft valda krapastíflur því, að áin grefur sér nýja farvegi. Jökla er talin bera fram u.þ.b. 5 milljónir tonna af aur árlega, þannig að uppbygging nýs lands er stöðug. Við ósana er mikið af sel og talsvert skúmsvarp á söndunum.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

1 september - 31 Desember 2014.-  Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni. Nýjar gossprungur hafa myndaðist í Holuhrauni 5. september.  Hraunrennslið hefur nú náð Jökulsá á Fjöllum.
28 febrúar 2015
. Gosið í Holuhrauni er talið lokið!!


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM