Kaldárhöfði,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KALDÁRHÖFÐI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kaldárhöfði er bær gegnt Dráttarhlíð austan við Sogið.  Þar var einn bezti veiðistaður árinnar áður en Steingrímsstöð var byggð.

Árið 1946 fannst eitt verðmætasta kuml úr heiðni (10. öld) hérlendis á hólmanum Torfnesi rétt hjá þessum veiðistað.  Þarna voru grafin fullorðinn maður og barn í litlum báti.  Meðal muna, sem voru lagðir í hauginn með þeim, var alvæpni og silungadorg.  Þessi fundur er oftast kenndur við Úlfljótsvatn, þótt hólmurinn sé í landi Kaldárhöfða.


Skammt frá bænum er tótt vöruhúss Skálholtsstaðar við ferjustaðinn yfir Sogið.  Ein þjóðsaga Jóns Árnasonar segir frá gíg ofarlega í Soginu, þaðan sem bitmýið við ána sé upprunnið.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM