Keldur Rangárkuml,

Söfn á Íslandi


Gönguleiđir Ísland


KELDUR - RANGÁRKUML
.

.

Ferđaáćtlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Keldur eru stórbýli og kirkjustađur á Rangárvöllum. Ţćr voru í Keldnaţingum, sem voru aflögđ 1880 og samtímis var sóknin fćrđ ađ Odda. Katólskar kirkjur voru helgađar Páli postula. Járnvarin timburkirkja, sem nú stendur ţar, var byggđ 1875. Frumkvöđull byggingar hennar var Guđmundur Brynjólfsson, bóndi á Keldum, og yfirsmiđur var Halldór Björnsson frá Felli í Mýrdal. Kirkjan er fremur lítil, enda er söfnuđurinn lítill. Gert var viđ kirkjuna á árunum 1956-57. Ţá var steyptur grunnur undir hana og henni lyft og settir voru steindir gluggar í hana. Gréta og Jón Björnsson skreyttu og máluđu kirkjuna. Hjörtur Oddsson, snikkari og bóndi í Eystri-Kirkjubć, smíđađi prédikunarstólinn, altariđ og ljósaarma og ártaliđ 1875, ţegar kirkjan var byggđ.

Eldri altaristafla (Kvöldmáltíđin; Ámundi Jónsson, snikkari í Syđra-Langholti), frá 1792 er ţar líka, auk nýrrar (eftir danskan málara), sem ber heitiđ Eitt er nauđsynlegt. Á hliđarveggjum eru 15 vegglampar úr birki, sem Elías Tómasson á Uppsölum í Hvolhreppi smíđađi. Báđum megin altaristöflunnar hanga tvö líkneski úr katólskri tíđ. Ţau tákna Maríu guđsmóđur međ Jesúbarniđ og Pál postula. Tvíarma koparstjaki úr kopar er kominn úr Leirubakkakirkju í Landssveit, sem var lögđ niđur 1765. Oblátuöskurnar úr tré eru gamlar, svo og kaleikurinn, patínan og eirskírnarfatiđ. Klukkurnar ţrjár eru frá árunum 1523, 1583 og 1602.

Ţar sem gamli bćrinn stendur undir hraunbrúninni, koma upp miklar uppsprettur, sem stađurinn dregur nafn af. Ţessi merking orđsins kelda – keldur er horfin úr málinu, en kemur fram í nokkrum örnefnum. Svćđiđ norđan og innan Keldna er allt auđnin ein, sandorpnir hraunflákar, ţar sem var fyrrum blómleg byggđ. Keldnaland er u.ţ.b. 20 km langt frá na til sv og allt ađ 8 km breitt.

Ţetta land tilheyrđi áđur 3-4 jörđum međ mörgum hjábýlum. Allt fram undir 1880 voru ţarna velgrónar heiđaspildur. Allt ađ 18 bćjarrústir hafa veriđ taldar í Keldnalandi. Ţćr segja sína sögu, ţótt nöfn bćjanna séu týnd ađ hluta. Nokkur örnefnanna bera međ sér sögulandkosta, s.s. Eldiviđarhraun, Skógshraun, Kolviđarhraun og Laufflatahraun. Fróđlegar upplýsingar er ađ finna í mörgum ritgerđum um Keldur og bók um stađinn var gefin út áriđ 1949 (Vigfús Guđmundsson). Allt frá aldamótunum 1900 og fram á 20. öldina tókst Skúla Guđmundssyni (1862-1946) ásamt sonum sínum ađ verja jörđina fyrir sandfokinu. Sandfoksvarnirnar eru mikil mannvirki og hafa vakiđ ađdáun og athygli. Hvergi á landinu hefur veriđ barizt viđ náttúruöflin međ slíkum árangri.

Samkvćmt Njálu var Keldnabóndi Ingjaldur Höskuldsson, sem brást Flosa í ađförinni ađ Bergţórhvoli. Oddaverjar áttu ţar síđar eitt höfuđbóla sinna og Jón Loftsson bjó ţar síđustu ćviárin og ţar mun hann grafinn. Hann stofnađi klaustur á Keldum, en ţađ varđ skammlíft. Steinvör Sighvatsdóttir, Sturlusonar, var ţar húsfreyja á 13. öld. Hún var vel virt og átti meira undir sér en títt var um konur á ţeim tímum.

Skálinn á Keldum er mjög forn, elzta bygging sinnar gerđar á landinu. Keldnabćrinn er til sýnis og ţar er minjasafn og jarđgöng, sem talin eru vera frá söguöld. Síđustu árin fyrir aldamótin 2000 var unniđ ađ endurbótum á gamla bćnum og fornleifafrćđingar komust ađ nýjum sannindum um framangreind gong. Ţađ er vel ţess virđi ađ leggja lykkju á leiđ sína til ađ komast aftur til fortíđar í sérstakri stemmningu Keldna.

RANGÁRKUML
Fornmannakumlanna, 2˝ km austan Keldna á Rangárvöllum, var fyrst getiđ í upphafi 19. aldar.  Ţau eru báđum megin núverandi leiđar um Miđveg.  Margir menn voru greinilega grafnir á öđrum stađnum, ţar sem fundust m.a. bronskringla, hringamél, hóffjöđur, skeifa og ţrjú spjót.  Í hinu kumlinu, sem er í Árholtsbrún, fundust engin verđmćti önnur en útskorinn beinhólkur međ myndum af tveimur hjartardýrum ađ bíta trjálauf.  Kristján Eldjárn gerđi ţví skóna í bókinni „Gengiđ á reka”, ađ ţarna vćri e.t.v. kominn sönnun fyrir bardaganum viđ Knafahóla, sem Gunnar og Kolskeggur lentu í samkvćmt Njálssögu.  Síđar dró Kristján í land međ ţessa kenningu í doktorsritgerđ sinni.

Söguslóđir Suđurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM